Stjörnur fagna sigri Obama

Courteney Cox
Courteney Cox SETH WENIG

Leikarahjónin Courteney Cox og David Arquette eru meðal þeirra sem fögnuðu sigri Baracks Obama í bandarísku forsetakosningum og buðu fjölda fólks í teiti á heimili sínu í Beverly Hills á þriðjudagskvöldið.

Meðal gesta í boðinu voru Jennifer Aniston, Sacha Baron Cohen og félagi hans Isla Fisher.

Á Arquette að hafa verið svo ánægður með úrslitin að hann eyddi kvöldinu í að skjóta töppum úr Cristal kampavíni. Gætti hann þess að glös gestanna væru alltaf full og bauð meira að segja ljósmyndurum sem biðu fyrir utan upp á kampavín.

En Arquette hjónin voru ekki þau einu meðal fræga fólksins sem fagnaði úrslitunum. Madonna, sem var með tónleika í Kaliforníu á þriðjudagskvöldið, gladdist mjög er úrslitin voru ljós og sagði við tónleikagesti að um sögulegan atburð væri að ræða og mikilvægan.

Sjónvarpsstjarnan Oprah Winfrey var meðal gesta á fundi Obama í Chicago ásamt  Brad Pitt og Jesse Jackson. Sagði Winfrey að hún tryði því varla að sigurinn væri í höfn.

George Clooney, Usher, Pete Wentz og P. Diddy eru meðal þeirra sem hafa stutt Obama í baráttunni og voru þeir allir meðal þeirra sem fögnuðu ákaft á þriðjudagskvöldið. P. Diddy sagði við fréttamenn að honum hafi liðið eins og það hafi verið hans atkvæði sem tryggði Obama forsetastólinn. „Það er kannski ekki rétt hjá mér en það sýnir hversu mikil völd mér fannst að ég hefði."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup