Lífræn leikmynd

00:00
00:00

Vestrið eina er kol­svört kó­medía þar sem kart­öfl­urn­ar fljúga og bræður berj­ast. Leik­fé­lag Reykja­vík­ur frum­sýn­ir verkið í kvöld. Marg­ir kann­ast hugs­an­lega við In Bru­ges vin­sæla kvik­mynd eft­ir sama höf­und, Mart­in McDonagh.

Verkið snýst um sál­fræðihernað bræðranna Co­lem­an og Valene sem þeir Þröst­ur Leó Gunn­ars­son og Björn Thors túlka. Bræðurn­ir grýta hvor ann­an með kart­öfl­un­um og rifja upp skrá­veif­ur sem þeir hafa gert hvor öðrum um æv­ina.

Leik­mynd­in sem Ilm­ur Stef­áns­dótt­ir hannaði er að mikl­um hluta til líf­ræn því inn á svið rúll­ar um hálft tonn af kart­öfl­um sem nýt­ast þeim bræðrum sem vopn í von­laus­um átök­um þeirra. Maður skyldi ætla að kveikj­una að kart­öfluflóðinu í sýn­ing­unni mætti rekja til hinn­ar löngu sögu kart­öflu­rækt­ar á Írlandi og mik­ill­ar hung­urs­neyðar á 19. öld er upp­sker­an brást en svo mun þó ekki vera held­ur sú staðreynd að Írar borða allra þjóða mest af kart­öflu­f­lög­um ef tekið er mið af hinni frægu höfðatölu. Þess má geta að hvergi í hand­riti verks­ins er minnst á kart­öfl­ur fyr­ir utan að bræðurn­ir borða mikið magn af kart­öflu­f­lög­um í því.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Eftirsjá er alveg gagnlaus notkun á hugarorku. Leggðu þig fram um að sýna sjónarmiðum annarra þá virðingu sem þú vilt þér til handa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Eftirsjá er alveg gagnlaus notkun á hugarorku. Leggðu þig fram um að sýna sjónarmiðum annarra þá virðingu sem þú vilt þér til handa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir