Selja verk á 5.000 krónur

Á Seljavegi 32 í Reykjavík leigja um 50 myndlistarmenn vinnustofur. Þeir bjóða gestum og gangandi að heimsækja sig á morgun og standa um leið fyrir uppákomu sem þeir kalla A-5000. Þar sýna listamennirnir og selja verk í stærðinni A-5 og kostar hvert þeirra 5.000 kr. Verkin eru merkt á bakhliðinni og vita kaupendur því ekki eftir hverja þau eru fyrr en þeir fá þau í hendurnar.

Andvirði seldra myndverka fer í að greiða niður leiguna á húsinu.

„Nú höfum við misst eina styrktaraðilann sem við höfðum, Landsbankann,“ segir Áslaug Thorlacius, formaður SÍM. „Svo er leigan tengd vísitölunni þannig að við finnum vel fyrir verðbólgunni.

Þetta er aðstaða fyrir mjög stóran hóp og hún er góð. En þetta er dýrt,“ segir hún.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar