Keppni er hafin í Morfís, mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskóla á Íslandi. Í gærkvöldi fóru fram tvær viðureignir í 32 liða úrslitum og vakti sigur Menntaskólans Hraðbrautar á Menntaskólanum í Kópavogi athygli af þeirri ástæðu, að sigurræðuliðið var eingöngu skipað konum.
Í liði Hraðbrautar voru Þórdís Sesselja Ólafsdóttir, Svandís Bergmann Eyvindsdóttir og Ragnheiður Anna Þórsdóttir, sem jafnframt var kjörin ræðumaður kvöldsins.
Í hinni viðureigninni bar Borgarholtsskóli sigurorð af Fjölbrautaskóla Vesturlands.