Magnús Scheving er kominn til Albuquerque þar sem tökur á nýjustu kvikmynd hasarhetjunnar Jackie Chan, The Spy Next Door, hefjast á morgun. Magnús fer þar með hlutverk illmennisins. Hann segir þetta mikinn heiður en hafi meiri þýðingu fyrir Latabæ en sig persónulega.
Hann gerir ráð fyrir að fara í þrígang utan meðan á gerð myndarinnar stendur, núna og aftur í desember og janúar. Áætlað er að myndin verði frumsýnd eftir um ár.