Nýjasta afurð DreamWorks, teiknimyndin Madagascar: Escape 2 Africa, er vinsælasta kvikmyndin í bandarískum bíóhúsum þessa helgina. Hún þénaði yfir 63 milljónir dala á fyrstu þremur dögunum í Bandaríkjunum og Kanada.
Nýjasta kvikmyndin um James Bond, sem verður frumsýnd í Bandaríkjunum um næstu helgi, gerði það hins vegar mjög gott á alþjóðavísu. Hún fór beint á toppinn í 57 löndum. Þá hélt hún toppsætinuna aðra helgina í röð í Bretlandi, Frakklandi og í Svíþjóð.
Tíu vinsælustu myndirnar í Bandaríkjunum um helgina:
1. Madagascar: Escape 2 Africa, 63,5 milljónir dala.
2. Role Models, 19,3 milljónir dala.
3. High School Musical 3: Senior Year, 9,3 milljónir dala.
4. Changeling, 7,3 milljónir dala.
5. Zack and Miri Make a Porno, 6,5 milljónir dala.
6. Soul Men, 5,6 milljónir dala.
7. Saw V, 4,2 milljónir dala.
8. The Haunting of Molly Hartley, 3,5 milljónir dala.
9. The Secret Life of Bees, 3,1 milljón dala.
10. Eagle Eye, 2,6 milljónir dala.