„Skipta um gír, skipta um gír, tékka á speglunum, myrða mellur, skipta um gír, skipta um gír, myrða. Þetta kallar á talsverða áreynslu á einum degi.“ Þessi ummæli lét breski sjónvarpsmaðurinn Jeremy Clarkson falla í bílaþætti sínum Top Gear á BBC-2, en í þættinum var hann að fjalla um flutningabilstjóra.
Clarkson hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir ummæli sínu og m.a. hefur Chris Mole þingmaður breska Verkamannaflokksins í Ipswich krafist þess að Clarkson verði rekinn. Fimm gleðikonur voru myrtar í Ipswich árið 2006.