Miriam Makeba látin

Miriam Makeba.
Miriam Makeba. Reuters

Suður-afríska söngkonan Miriam Makeba er látin, 76 ára að aldri. Hún hné niður á tónleikum utan við Napólí á Ítalíu í gærkvöldi og var flutt á sjúkrahús þar sem hún lést af völdum hjartaáfalls í nótt.

Makeba var á sínum tíma tákn fyrir baráttuna gegn aðskilnaðarstefnu stjórnvalda í Suður-Afríku og bjó lengi í  útlegð en snéri aftur heim á tíunda áratug síðustu aldar eftir að Nelson Mandela var sleppt úr fangelsi.

Makeba fæddist í Jóhannesarborg 4. mars 1932. Móðir hennar var af ættbálki Swasimanna og faðir hennar var af ættbálki Xhosa. Hún vakti alþjóðlega athygli þegar hún söng með flokknum Manhattan Brothers, sem fór í tónleikaferð um Bandaríkin 1959 en hún var svipt suður-afrískum ríkisborgararétti ári síðar. 

Hún var um tíma gift suður-afríska listamanninum Hugh Masekela, sem einnig var lengi í útlegð. 

Þekktasta lag Makeba er Pata Pata, sem kom út árið 1967 og lýsir dansi í þorpi. Hún afsalaði sér hins vegar óafvitandi greiðslum fyrir lagið og átti oft í fjárhagserfiðleikum. Hún hafði ekki efni á að kaupa líkkistu þegar einkadóttir hennar, Bondi, lést árið 1985. Hún greftraði hana ein, og bannaði nokkrum blaðamönnum að fjalla um útförina. 

Makeba var á Ítalíu til að taka þátt í tónleikum til styrktar rithöfundinum Roberto Saviano, sem hefur skrifað um ítölsku mafíuna og fengið líflátshótanir fyrir vikið.

Makeba kom hingað til lands í maí 2006 og söng í Laugardalshöll á vegum LIstahátíðar í Reykjavík.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir