Kvikmyndaleikkonan Jennifer Aniston hefur gagnrýnt Angelinu Jolie, fyrir frásögn hennar af því hvernig hún kynntist og féll fyrir Brad Pitt, sem á þeim tíma var kvæntur Aniston. Aniston fjallar í fyrsta skipti opinberlega um málið í viðtali í tímaritinu Vogue.
Jolie sagði í viðtalinu að Pitt hafi verið með besta vini sínum, sem hann elskaði og virti er þau kynntust. Hún lýsir þó einnig daglegri tilhlökkun sinni yfir því að fara til vinnu með honum er þau unnu saman að gerð myndarinnar og segir Aniston hafa verið sérstaklega sársaukafullt að lesa þau ummæli.