Victoria stefnir á tískusýningar

Victoria Beckham.
Victoria Beckham. Reuters

Victoria Beckham er nú sögð hafa skipt um skoðun og ákveðið að fylgja eiginmanni sínum David Beckham til Mílanó á Ítalíu.

Eru meint sinnaskipti hennar rakin til ótta hennar um að  hann verði fyrir ásókn annarra kvenna en staðhæft var að Beckham hefði átt í ástarsambandi við aðstoðarkonu sína er hann bjó á Spáni en fjölskylda hans í Bretlandi.

Fjölskyldna hefur búið í Los Angeles í Bandaríkjunum að undanförnu og var Victoria upphaflega sögð ætla að búa það áfram þótt David færi til Ítalíu í tvo mánuði til að leika með AC Milan. 

„Victoria hafði ekki hugsað sér að fara til Mílano með David en þegar farið var að fjalla um það að hún ætlaði að senda hann þangað einan síns liðs fór hún að fá mikið af athugsemdum um það hversu óvarlegt það væri,” segir ónefndur heimildarmaður. 

Fjölmiðlafulltrúi Victoriu segir þetta ekki rétt. „Hún hefur alltaf ætlað að skipta tíma sínum á milli Milanó og Los Angeles,” segir hann. „Hún ætlar ekki að rugla syni sína þrjá í ríminu með flutningum en hefur alltaf ætlað sér að vera í Evrópu í janúar og febrúar til að fylgjast með tískusýningum."

David og Victoria Beckham.
David og Victoria Beckham. Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar