Victoria stefnir á tískusýningar

Victoria Beckham.
Victoria Beckham. Reuters

Victoria Beckham er nú sögð hafa skipt um skoðun og ákveðið að fylgja eig­in­manni sín­um Dav­id Beckham til Mílanó á Ítal­íu.

Eru meint sinna­skipti henn­ar rak­in til ótta henn­ar um að  hann verði fyr­ir ásókn annarra kvenna en staðhæft var að Beckham hefði átt í ástar­sam­bandi við aðstoðar­konu sína er hann bjó á Spáni en fjöl­skylda hans í Bretlandi.

Fjöl­skyldna hef­ur búið í Los Ang­eles í Banda­ríkj­un­um að und­an­förnu og var Victoria upp­haf­lega sögð ætla að búa það áfram þótt Dav­id færi til Ítal­íu í tvo mánuði til að leika með AC Mil­an. 

„Victoria hafði ekki hugsað sér að fara til Mílano með Dav­id en þegar farið var að fjalla um það að hún ætlaði að senda hann þangað ein­an síns liðs fór hún að fá mikið af at­hug­semd­um um það hversu óvar­legt það væri,” seg­ir ónefnd­ur heim­ild­armaður. 

Fjöl­miðlafull­trúi Victoriu seg­ir þetta ekki rétt. „Hún hef­ur alltaf ætlað að skipta tíma sín­um á milli Milanó og Los Ang­eles,” seg­ir hann. „Hún ætl­ar ekki að rugla syni sína þrjá í rím­inu með flutn­ing­um en hef­ur alltaf ætlað sér að vera í Evr­ópu í janú­ar og fe­brú­ar til að fylgj­ast með tísku­sýn­ing­um."

David og Victoria Beckham.
Dav­id og Victoria Beckham. Reu­ters
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Það liggur ekkert á og þú átt á hættu að gera alvarleg mistök í öllum þessum hamagangi. Mundu að áhyggjur eru eins og ruggustóll.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Það liggur ekkert á og þú átt á hættu að gera alvarleg mistök í öllum þessum hamagangi. Mundu að áhyggjur eru eins og ruggustóll.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Loka