Bretaprins sextugur á morgun

AP

Karl bretaprins fagn­ar sex­tugsaf­mæli á morg­un, 14. nóv­em­ber og hafa mik­il hátíðahöld verið und­ir­bú­in vegna af­mæl­is­ins.

Efnt var til skemmt­un­ar fyr­ir Karl í leik­húsi í suðvest­ur­hluta Lund­úna­borg­ar í gær­kvöld, þar sem meðal annarra komu fram gam­an­leik­ar­arn­ir Robin Williams, Row­an Atkin­son og John Cleese. „Það er vel við hæfi að heiðra erf­ingja krún­unn­ar með skemmt­un í boru­legu leik­húsi í út­hverfi borg­ar­inn­ar,“ sagði Cleese þegar hann ávarpaði bretaprins á sinn mein­fyndna hátt.

Elísa­bet II Eng­lands­drottn­ing held­ur gala­veislu til heiðurs Karli, elsta syni sín­um, í Buck­ing­ham­höll í kvöld. Og veislu­höld­in halda áfram, Karli til heiðurs. Camilla Par­ker Bow­les, eig­in­kona Karls, held­ur svo á laug­ar­dags­kvöld óform­legri veislu fyr­ir mann sinn, þar sem boðið er nán­ustu vin­um og vanda­mönn­um. Meðal þeirra sem skemmta prins­in­um og gest­um hans er Rod Stew­art. Í til­efni dags­ins hef­ur rokk­stjarn­an ákveðið að taka ekk­ert fyr­ir að koma fram í veislu prins­ins en venju­lega tek­ur Rod Stew­art 1,2 millj­ón­ir evra fyr­ir skemmt­un sem þessa.

sér­stak­ur þátt­ur var helgaður Karli í breska rík­is­sjón­varp­inu BBC í gær. Þar sagðist Karl ekki viss um að hann nyti sín í hlut­verki erf­ingja krún­unn­ar nema að tak­mörkuðu leyti. Hann tek­ur við krún­unni af móður sinni, Elísa­betu II Eng­lands­drottn­ingu, að henni geng­inni eða þegar hún ákveður að af­sala sér krún­unni. Bið Karls gæti orðið löng því móðir hans hef­ur látið að því liggja að hún ætli að sitja sem drottn­ing til dauðadags. Elísa­bet II er 82 ára í dag. Móðir henn­ar lést 101 árs að aldri.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Þú ættir að hafa augun hjá þér og gæta að hverju því sem gæti orðið til vandræða síðar meir. Undirbúðu þig vel svo ekkert fari úrskeiðis þegar á hólminn er komið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Lotta Lux­en­burg
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Þú ættir að hafa augun hjá þér og gæta að hverju því sem gæti orðið til vandræða síðar meir. Undirbúðu þig vel svo ekkert fari úrskeiðis þegar á hólminn er komið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Lotta Lux­en­burg
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Loka