Jólavörur á handverksmarkaði RKÍ

mbl.is/Kristinn

Kópavogsdeild Raupa krossins efnir til handverksmarkaðar í dag. Markaðurinn er lokaverkefni nemenda í Menntaskólanum í Kópavogi í áfanga um sjálfboðið Rauða kross starf.

Selt verður fjölbreytt handverk sjálfboðaliða deildarinnar, s.s. prjónavörur, jólakort og sælgæti sem yngstu sjálfboðaliðar deildarinnar hafa búið til. Auk þess verður handverk frá Mósambík til sölu, s.s. litríkar töskur, skartgripir, batíkmyndir og box og skálar úr svart- og sandelviði.

Allur ágóði af markaðnum rennur til að strykja uppbyggingu Rauðakrossdeildar í Mapútó-héraði í Mósambík en Kópavogsdeild Rauða krossins er í samstarfi við þá deild.

Mósambík glímir við mikla útbreiðslu alnæmis þar sem um 16% landsmanna eru smitaðir. Uppskerubrestir eru algengir vegna tíðra flóða og fellibylja en um 85% landsmanna byggir afkomu sína á akuryrkju.

Handverksmarkaður Rauða krossins er í sjálfboðamiðstöðinni Hamraborg 11 og stendur til klukkan 18 í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar