Samstöðutónleikar Bubba í kvöld

mbl.is/Kristinn

Samstöðutónleikarnir, sem Bubbi Morthens fékk hugmyndina að á dögunum, verða í Laugardalshöll í kvöld undir yfirskriftinni „Áfram með lífið". Fólk hefur streymt í Laugardalshöll að sækja miða en ókeypis er á tónleikana. Allir listamenn sem fram koma og starfsmenn tónleikanna gefa vinnu sína.

Að sögn Láru Ómarsdóttur, fjölmiðlatengils hátíðarinnar, eru engin samtök eða pólitískt afl á bak við tónleikana og þaðan af síður er verið að berjast fyrir einu eða neinu. „Við viljum bara að þjóðin fái að gleðjast saman þennan dag."

Fjölmargar íslenskar sveitir hafa fylkt sér að baki Bubba og boðað komu sína í kvöld. Má þar nefna Lay Low, Sálina hans Jóns míns, Ham, Ragnheiði Gröndal, Stuðmenn, Baggalút, Poetrix, Buff, Ný danska og raftónlistarsveitina FM Belfast.

Tónleikarnir eru unnir í samvinnu við Rás 2, Bylgjuna og Morgunblaðið sem og fjölmörg önnur fyrirtæki eins og Exton, Vatikanið, midi.is og fleiri. Leigan af Laugardalshöll hefur verið felld niður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar