Brúðguminn hlaut sjö Edduverðlaun

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, afhenti Baltasar Kormáki verðlaunin fyrir …
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, afhenti Baltasar Kormáki verðlaunin fyrir kvikmynd ársins. mbl.is/hag

Brúðguminn hlaut sjö Edduverðlaun þar á meðal sem kvikmynd ársins. Egill Helgason hlaut þrenn Edduverðlaun og Kvikmyndin Reykjavík-Rotterdam hlaut fimm Edduverðlaun. Verðlaunin voru veitt í tíunda sinn við hátíðlega athöfn í Háskólabíói í kvöld.

Tilnefnt var í 21 flokki og sérstök heiðursverðlaun hlaut Friðrik Þór Friðriksson leikstjóri.

Flestar tilnefningar hlaut kvikmynd Baltasar Kormáks, Brúðguminn, alls 14 tilnefningar. Brúðguminn hlaut eins og áður segir sjö verðlaun, sem kvikmynd ársins, Helga I. Stefánsdóttir var verðlaunuð fyrir búninga í Brúðgumanum, Ólafía Hrönn Jónsdóttir var valinn besta leikkona í aukahlutverki fyrir hlutverk sitt í Brúðgumanum og Þröstur Leó Gunnarsson fékk Edduna sem besti leikari í aukahlutverki fyrir hlutverk sitt í Brúðgumanum. Hilmir Snær Guðnason var valinn besti leikari í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í Brúðgumanum, Atli Geir Grétarsson og Grétar Reynisson voru verðlaunaðir fyrir leikmynd ársins og loks hlaut Bergsteinn Björgúlfsson Edduverðlaun fyrir kvikmyndatöku í Brúðgumanum.

Kvikmyndin Reykjavík-Rotterdam fékk fimm Edduverðlaun. Barði Jóhannsson var verðlaunaður fyrir tónlist í myndinni, Kjartan Kjartansson fyrir hljóðvinnslu, Arnaldur Indriðason og Óskar Jónasson fyrir handrit ársins, Elísabet Rónaldsdóttir fyrir klippingu myndarinnar og loks var Óskar Jónasson valinn leikstjóri ársins.

Egill Helgason hleut þrenn Edduverðlaun, fyrir þátt sinn Kiljuna, Silfur Egils og var að auki valinn sjónvarpsmaður ársins af íslensku sjónvarps- og kvikmyndaakademíunni.

Áhorfendum gafst kostur á að kjósa vinsælasta sjónvarpsmann ársins í kvöld í símakosningu. Þeir sem voru tilnefndir eru: Egill Helgason, Jón Gnarr, Pétur Jóhann Sigfússon, Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir og Sigmar Guðmundsson. Pétur Jóhann Sigfússon varð hlutskarpastur.

Edduverðlaun 2008:

Stuttmynd ársins: Smáfuglar

Heimildarmynd ársins: Kjötborg

Frétta- eða viðtalsþáttur ársins: Silfur Egils

Tónlist ársins: Barði Jóhannsson (Reykjavík-Rotterdam)

Hljóð ársins: Kjartan Kjartansson (Reykjavík - Rotterdam)

Menningar- eða lífstílsþáttur ársins: Kiljan í umsjá Egils Helgasonar

Skemmtiþáttur ársins: Útsvar

Sjónvarpsmaður ársins: Egill Helgason

Leikið sjónvarpsefni ársins: Dagvaktin

Gervi ársins: Ragna Fossberg (Spaugstofan)

Búningar ársins: Helga I. Stefánsdóttir (Brúðguminn)

Leikmynd ársins: Atli Geir Grétarsson/Grétar Reynisson (Brúðguminn)

Handrit ársins: Arnaldur Indriðason/Óskar Jónasson (Reykjavík-Rotterdam)

Leikkona ársins í aukahlutverki: Ólafía Hrönn Jónsdóttir (Brúðguminn)

Leikari ársins í aukahlutverki: Þröstur Leó Gunnarsson (Brúðguminn)

Leikkona ársins í aðalhlutverki: Sólveig Arnarsdóttir (Svartir englar)

Leikari ársins í aðalhlutverki: Hilmir Snær Guðnason (Brúðguminn)

Klipping ársins: Elísabet Rónaldsdóttir (Reykjavík - Rotterdam)

Kvikmyndataka ársins: Bergsteinn Björgúlfsson (Brúðguminn)

Vinsælasti sjónvarpsmaður ársins: Pétur Jóhann Sigfússon

Leikstjóri ársins: Óskar Jónasson (Reykjavík - Rotterdam)

Kvikmynd ársins: Brúðguminn (Baltasar Kormákur)

Egill Helgason fékk þrenn verðlaun á Edduhátíðinni.
Egill Helgason fékk þrenn verðlaun á Edduhátíðinni. mbl.is/hag
Sólveig Arnarsdóttir var valin leikkona ársins.
Sólveig Arnarsdóttir var valin leikkona ársins. mbl.is/hag
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar