Herdís Egilsdóttir fær verðlaun Jónasar Hallgrímssonar

mbl.is/Kristinn

Her­dís Eg­ils­dótt­ir, kenn­ari hlýt­ur verðlaun Jónas­ar Hall­gríms­son­ar 2008. Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir mennta­málaráðherra veitti Her­dísi verðlaun­in í hátíðasal Há­skóla Íslands fyr­ir stundu. Auk þess voru einnig veitt­ar sér­stak­ar viður­kenn­ing­ar fyr­ir störf í þágu ís­lenskr­ar tungu.

Her­dís Eg­ils­dótt­ir hlaut í verðlaun eina millj­ón króna og rit­safn Jónas­ar Hall­gríms­son­ar í hátíðarbandi.

Í rök­stuðningi ráðgjaf­ar­nefnd­ar seg­ir að með hverri kyn­slóð fæðist tungu­málið upp á nýtt. Það þrosk­ist og þró­ist með nýj­um not­end­um. Tung­an sé um leið fram­andi strönd land­nema sinna. Grunn­skóla­kenn­ar­ar þjóðar­inn­ar séu leiðsögu­menn í þeirri för“.

Her­dís Eg­ils­dótt­ir fædd­ist á Húsa­vík árið 1934 og var styrkt til náms við Mennta­skól­ann á Ak­ur­eyri þaðan sem hún lauk stúd­ents­prófi árið 1952 og ári síðar lauk hún kenn­ara­prófi frá Kenn­ara­skóla Íslands. Árið 1953 hóf hún kennslu­störf við Skóla Ísaks Jóns­son­ar og lét af störf­um þar árið 1998 eft­ir 45 ár.

Her­dís hef­ur samið fjöl­breytt efni fyr­ir börn, jafnt í máli sem mynd­um og tónlist, en eft­ir hana ligg­ur á ann­an tug barna­bóka auk tíma­rits­greina. Einnig hef­ur hún samið efni fyr­ir út­varp, sjón­varp og leik­hús­in í land­inu. Á seinni árum er Her­dís einna kunn­ust fyr­ir verk­efni sitt „Litl­ir land­nem­ar“, þar sem leitað er svara við marg­vís­leg­um spurn­ing­um. Hvernig verður þjóð til? Hvernig kem­ur þjóð sér upp mann­sæm­andi lífs­skil­yrðum? Hvernig vel­ur hún og hafn­ar eft­ir aðstæðum og efna­hag?Hvernig bregst hún við óæski­leg­um aðstæðum og freist­ing­um og hvaða gildi hef­ur hún í há­veg­um?

Verk­efnið „Litl­ir land­nem­ar“ fjall­ar um líf nú­tíma­fólks í landi þar sem allt vant­ar nema gjaf­ir nátt­úr­unn­ar. Nem­end­ur stofna nýtt sam­fé­lag á fjar­lægri eyju úti í hafi og þurfa að gera ráð fyr­ir öll­um þeim mögu­legu og ómögu­legu aðstæðum sem upp koma við land­nám. Þannig glíma ung­ir náms­menn við að móta sitt eigið sam­fé­lag með yf­ir­sýn og fjöl­breyti­leg­um sjón­ar­miðum og án þess að ein­blína á lausn­ir talnak­únst­ar­inn­ar.

Mannauður þjóðar­inn­ar býr í grunn­skól­um lands­ins. Það hef­ur löng­um verið hlut­verk barna­kenn­ara að ávaxta þenn­an auð. Það er full­trúi þeirra sem við heiðrum í dag fyr­ir hæfi­leika henn­ar til að kveikja ljós, áhuga og þorsta eft­ir þekk­ingu - til að virkja orku­stöðvar æsk­unn­ar og veita henni staðgott veg­ar­nesti í hretviðrum lífs­ins.

Sér­stak­ar viður­kenn­ing­ar

Mennta­mál­araðherra ákvað auk þessa að veita tvær viður­kenn­ing­ar fyr­ir stuðning við ís­lenska tungu. Önnur er veitt Land­náms­setri Íslands í Borg­ar­nesi og hina fær Útvarps­leik­húsið.

Land­náms­set­ur Íslands

Í rök­stuðningi ráðgjaf­ar­nefnd­ar seg­ir að Land­náms­set­ur Íslands sæki þjóðar­arf­inn í hérað og geri hann aðgengi­leg­an fyr­ir ís­lenska jafnt sem er­lenda gesti og fyr­ir alla ald­urs­hópa. Á lif­andi hátt ferðist safna­gest­ir aft­ur í tím­ann og sög­urn­ar og finni fyr­ir ná­lægð Eg­ils á Borg og sam­ferðamanna á áhrifa­mik­illi Eg­ils­sýn­ingu þar sem hand­verk og hug­verk spinna órjúf­an­lega sagna­voð. Land­náms­sýn­ing varpi ljósi á upp­haf þjóðar og skýri um margt þá ferð sem framund­an var í gegn­um ald­ir og hef­ur skilað Íslend­ing­um á framtíðar­veg.

„Þá eru ótald­ar leik­sýn­ing­ar á Sögu­lofti sem vakið hafa mikla og verðskuldaða at­hygli og varpað ljósi á Eg­ils­sögu á lit­rík­an og frum­leg­an hátt. Einnig stend­ur Land­náms­set­ur fyr­ir sagna­kvöld­um þar sem sögu­menn viðhalda gam­alli sagna­hefð og tungu­málið fær notið sín í sterkri og ein­faldri mynd kynn­gi­magnaðrar frá­sagn­ar.
Land­náms­set­ur teyg­ir starf­semi sína út fyr­ir veggi safns­ins þar sem vörður hafa verið reist­ar á sagna­slóð í og við Borg­ar­nes og leiðar­vís­ir fyr­ir vörðurn­ar hef­ur verið út­bú­inn svo ganga megi um sögu­staði og upp­lifa Eglu á vett­vangi at­b­urða. Á Land­náms­setri er unnið metnaðarfullt starf þar sem efniviður­inn er bók­mennt­ir, saga, arf­ur og um­fram allt ís­lensk tunga og menn­ing.“

Útvarps­leik­húsið

Í rök­stuðningi ráðgjaf­ar­nefnd­ar seg­ir að í sjö­tíu ár hafi leik­listar­flutn­ing­ur verið fast­ur liður á dag­skrá Rík­is­út­varps­ins. Árið 1939 voru leik­rit með vin­sæl­asta efni út­varps­ins og voru það árið flutt á fimmta tug verka. Rík­is­út­varpið geym­ir dýr­mæta heim­ild um ís­lenska leik­rit­un og er þar mik­il­vægt brot af menn­ing­ar­arfi þjóðar­inn­ar. Útvarps­leik­hús er sjálf­stæð list­grein. Sviðið verður til í hug­um hlust­enda og stækk­ar og minnk­ar eft­ir hug­ar­flugi hvers og eins. Ekk­ert er ómögu­legt og fá list­form höfða jafn sterkt til ímynd­un­ar­afls­ins, eða eins og sagt er: ,,Í út­varp­inu loka menn aug­un­um til þess að sjá bet­ur.“

Í hljóðleik­hús­inu verður til fram­sæk­in leik­list sem spegl­ar ís­lensk­an veru­leika á spenn­andi hátt. Þar er tungu­málið stóra verk­færið sem leik­ur á hug­ann. Þar hafa marg­ir þekkt­ustu lista­menn þjóðar­inn­ar stigið á svið og haldið tryggð við list­formið. Í amstri nú­tím­ans og hringiðu tækniald­ar tekst hljóðleik­hús­inu enn að fanga hlust­end­ur, stöðva tím­ann og draga leik­hús­gesti sína inn í æv­in­týra­heima með tungu­málið eitt að vopni. Það er því sönn ánægja að veita Útvarps­leik­hús­inu viður­kenn­ingu fyr­ir sam­fellt og ómet­an­legt menn­ing­ar­starf sem sjö­tíu árum frá upp­hafi sínu er enn í full­um blóma.

Viður­kenn­ing­ar­haf­ar fengu lista­verk eft­ir Bryn­hildi Þor­geirs­dótt­ur.

Í ráðgjaf­ar­nefnd um verðlaun og viður­kenn­ing­ar á degi ís­lenskr­ar tungu sitja Kristján Árna­son, Guðrún Eg­il­son og Krist­ín Helga Gunn­ars­dótt­ir.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Vinir þínir og fjölskylda sýna þér óvenjumikinn stuðning á þessu ári. Stundum þarf bara að klára það frá að rífast því illu er bestu aflokið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
3
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
4
Col­leen Hoo­ver
5
Sofie Sar­en­brant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Vinir þínir og fjölskylda sýna þér óvenjumikinn stuðning á þessu ári. Stundum þarf bara að klára það frá að rífast því illu er bestu aflokið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
3
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
4
Col­leen Hoo­ver
5
Sofie Sar­en­brant