Framúrstefna í stíl Cage og Stockhausen

Hljómsveitin The Beatles hljóðritaði framúrstefnutónverk árið 1967.
Hljómsveitin The Beatles hljóðritaði framúrstefnutónverk árið 1967. HO

Paul McCartney segir að kominn sé tími til að tilraunaupptaka sem Bítlarnir gerðu árið 1967 fái að hljóma fyrir allra eyrum. Verkið heitir „Carnival of Ligt“ (Ljósahátíð) og tekur 14 mínútur í flutningi. Það hefur aðeins verið flutt einu sinni en aldrei gefið út.

Hljómsveitin lék upptökuna aðeins einu sinni fyrir áheyrendur og var það á raftónlistarhátíð í London. Að sögn má þar heyra bjagaða gítartóna, orgelhljóm, kverkaskolun og upphrópanir þeirra McCartneys og John Lennons.

McCartney kvaðst hafa sagt við félaga sína í hljómsveitinni, þegar þeir voru að hljóðrita í Abbey Road hljóðverinu, að þeir skyldu bara láta gamminn geysa og láta allt flakka, hrópa og spila. Það þyrfti ekki að vera neitt vit í þessu. Hann mun hafa sagt í viðtali við BBC, sem útvarpað verður á fimmtudaginn kemur, að sér líki verkið vel því þarna séu Bítlarnir frjálsir. Brot úr viðtalinu birtust í dagblaðinu The Observer í dag.

McCartney kvaðst eiga hljóðritunina á segulbandi  og „það er kominn tími til að það fái sitt augnablik“. McCartney hefur löngum þótt sá Bítlanna sem var melódískastur. Hann kvaðst lengi hafa haft áhuga á framúrstefnutónlist. Verkið „Carnival of Light“ hafi verið samið undir áhrifum frá framúrstefnutónskáldum á borð við John Cage og Karlheinz Stockhausen.

McCartney sagðist hafa viljað að verkið yrði með á „Anthology“ safnplötu Bítlanna en félagar hans lagst gegn því. Nú þarf hann að afla samþykkis Ringo Starrs og ekkna þeirra Lennons og Gerge Harrisons fyrir því að gefa verkið út.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar