Madonna ræður Britney frá giftingum

Madonna og Britney Spears á
Madonna og Britney Spears á "Sticky and Sweet" tónleikum Madonnu í Los Angeles þann 6. nóvember. Reuters

Söngkonan Madonna er nú sögð hafa ráðlagt söngkonunni Britney Spears að ganga aldrei aftur í hjónaband en Madonna er nú að skilja við Guy Ritchie, eiginmann sinn til átta ára. 

„Britney spurði Madonnu hvort hún gæti hugsað sér að gifta sig á ný eftir skilnaðinn frá Guy. Madonna sagði ekki bara að hún myndi ekki geraþað heldur ráðlagði hún Britney að afskrifa hjónabandið. Hún sagði það einfaldlega ekki ganga fyrir stelpur eins og þær,” segir ónefndur heimildarmaður AbsoluteNow.com.

Umrætt samtal söngkvennanna á að hafa átt sér stað er Britney kom fram á 'Sticky and Sweet' tónleikum Madonnu fyrr í þessum mánuði. „Madonna sér greinilega sjálfa sig í Britney því hún virðist mjög viljug til að hjálpa henni,” segir heimildarmaðurinn. 

Madonna og Britney, sem á tvo syni með fyrrum eiginmanni sínum Kevin Federline, hafa verið vinkonur frá því þær komu fram saman á  MTV tónlistarhátíðinni árið 2003 en þá vakti innilegur sviðskoss þeirra mikla athygli.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar