15 tónleikar á 19 dögum

Rokksveitina For a Minor Reflection skipa þeir Kjartan Hólm og Guðfinnur Sveinsson, sem leika á gítar, Elvar Jón Guðmundsson, sem spilar á bassa, og Jóhannes Ólafsson, sem spilar á trommur. Þeir byrjuðu víst sem hálfgert metal-band, sneru sér síðan að indírokki og svo að blús, en tóku loks upp geimferðir á gítara sem þeir stunda í dag.

For a Minor Reflection er liðlega tveggja ára gömul, en hefur þegar unnið sér orð sem fyrirtaks tónleikasveit. Henni var boðið að hita upp fyrir Sigur Rós á tónleikaferð um Evrópu í haust, fimmtán tónleikar á nítján dögum; óneitanlega snarpur túr.

Í túrnum ferðast sveitarmenn um Evrópu á smárútu og gista á „sóðalegum vegahótelum“ sem er nokkurn veginn eftir bókinni að þeir segja. „Við vissum annars ekki við hverju var að búast enda erum við vanir að spila fyrir miklu færri á miklu minni stöðum. Við vorum náttúrlega léttstressaðir fyrir ferðina en svo hefur þetta allt verið óvenju easy peasy.“

Þeir félagar segja að það hafi komið sér skemmtilega á óvart hve vel seldist af diskinum þeirra á tónleikum. „Okkur skilst að fólk í Suður-Evrópu haldi fastar í peninginn, en okkur gekk vel í Bretlandi,“ segja þeir og bæta við að þeir hafi það „ógeðslega gott“ og eygi það að koma jafnvel út í plús þegar upp er staðið. For a Minor Reflection hitar upp fyrir Sigur Rós á tónleikum í Laugardalshöll á sunnudaginn kemur. arnim@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir