Reynt að bjarga verki eftir Titian

Verkið Diana og Actaeon eftir Titian
Verkið Diana og Actaeon eftir Titian AP

Sífellt fleiri Bretar leggja því lið að málverkið Diana og Actaeon eftir endurreisnarmálarann Titian verði ekki selt úr landi. Nú hefur sjóðurinn, National Heritage Memorial Fund, lagt 10 milljónir punda í söfnunina en breska listakonan Tracey Emin fer fyrir hópi listamanna sem hvetja Gordon Brown, forsætisráðherra til þess að tryggja það að breska þjóðin eignist verkið.

Listamennirnir segja það skammarlegt ef verkið verður selt úr landi. Mikil umræða hefur á liðnum mánuðum verið í Bretlandi um þetta og annað lykilverk Titians, Diana og Callisto, sem hafa verið til sýnis í National Gallery of Scotland í tvær aldir. Hertoginn af Sutherland er eigandi verkanna en hyggst nú selja þau. Hann hefur boðið ríkinu að kaupa verkin á 50 milljónir punda hvort, en talið er að þau myndu seljast á allt að 300 milljónum punda á uppboði. Ríkið hefur tíma til áramóta til að kaupa það fyrra.

Ýmsir listamenn hafa heitið að leggja til fé, allt að milljón pund hver. „Það væri skammarlegt ef stjórnvöld keyptu þau ekki heldur einhver rússneskur kaupahéðinn og þau sæjust aldrei aftur,“ sagði Emin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson