Íþróttaálfurinn lét Jackie Chan finna fyrir því

Jackie Chan.
Jackie Chan. Reuters

Leik­ar­inn og bar­dagalistamaður­inn Jackie Chan fjall­ar um sam­starf sitt við Magnús Scheving á heimasíðu sinni, en sem kunn­ugt er leik­ur Magnús ill­mennið í nýj­ustu kvik­mynd Chans, The Spy Next Door, en tök­ur fara fram í Al­buqu­erque í Banda­ríkj­un­um.

Chan seg­ist hafa haft sín­ar efa­semd­ir um það hvort Magnús gæti leikið í bar­daga­atriðunum í mynd­inni. Þeir sem þekkja til kvik­mynda Chans vita að hann gef­ur ekk­ert eft­ir þegar kem­ur að áhættu­atriðum og slags­mála­sen­um, þrátt fyr­ir að kapp­inn sé kom­inn vel á sex­tugs­ald­ur­inn.

„Hann var hins veg­ar dug­leg­ur og stóð sig vel. Takt­ur­inn var að sjálf­sögðu ekki sá sami og hjá liðinu okk­ar, en hann var hins veg­ar reiðubú­inn að prófa allt - jafn­vel stóru áhættu­atriðin. Hann treysti mér. Hann meiddi mig reynd­ar óvart nokkr­um sinn­um, en ég lét hann ekki vita af því vegna þess að þá hefði hann bara orðið óró­leg­ur. Þannig að ef ég meidd­ist þá sagði ég: „Höld­um áfram“ og ég sagði hon­um ekki frá því að það væru ein­hver vanda­mál,“ skrif­ar Chan.

Heimasíða Jackie Chan.

Magnús Scheving.
Magnús Scheving. mbl.is/Á​sdís
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Ef þú gengur of hart fram kann svo að fara að þú lendir í aðstöðu, sem getur reynst þér ofviða. Treystu þínum gömlu vinum eftir sem áður.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Col­leen Hoo­ver
5
Sofie Sar­en­brant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Ef þú gengur of hart fram kann svo að fara að þú lendir í aðstöðu, sem getur reynst þér ofviða. Treystu þínum gömlu vinum eftir sem áður.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Col­leen Hoo­ver
5
Sofie Sar­en­brant