Íþróttaálfurinn lét Jackie Chan finna fyrir því

Jackie Chan.
Jackie Chan. Reuters

Leikarinn og bardagalistamaðurinn Jackie Chan fjallar um samstarf sitt við Magnús Scheving á heimasíðu sinni, en sem kunnugt er leikur Magnús illmennið í nýjustu kvikmynd Chans, The Spy Next Door, en tökur fara fram í Albuquerque í Bandaríkjunum.

Chan segist hafa haft sínar efasemdir um það hvort Magnús gæti leikið í bardagaatriðunum í myndinni. Þeir sem þekkja til kvikmynda Chans vita að hann gefur ekkert eftir þegar kemur að áhættuatriðum og slagsmálasenum, þrátt fyrir að kappinn sé kominn vel á sextugsaldurinn.

„Hann var hins vegar duglegur og stóð sig vel. Takturinn var að sjálfsögðu ekki sá sami og hjá liðinu okkar, en hann var hins vegar reiðubúinn að prófa allt - jafnvel stóru áhættuatriðin. Hann treysti mér. Hann meiddi mig reyndar óvart nokkrum sinnum, en ég lét hann ekki vita af því vegna þess að þá hefði hann bara orðið órólegur. Þannig að ef ég meiddist þá sagði ég: „Höldum áfram“ og ég sagði honum ekki frá því að það væru einhver vandamál,“ skrifar Chan.

Heimasíða Jackie Chan.

Magnús Scheving.
Magnús Scheving. mbl.is/Ásdís
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir