Sálin tvítug

00:00
00:00

Út er komið einkar veg­legt safn með Sál­inni hans Jóns í þrem­ur mis­mun­andi út­gáf­um en til­efnið er tví­tugsaf­mæli sveit­ar­inn­ar. Þar á meðal er einkar tæm­andi viðhafnar­út­gáfa þar sem farið er ít­ar­lega yfir sögu sveit­ar­inn­ar í máli, mynd­um og mús­ík á fjór­um geisladisk­um og þrem­ur mynddisk­um.

Saga Sál­ar­inn­ar hans Jóns míns er fyr­ir margra hluta sak­ir stórmerki­leg. Hér höf­um við hljóm­sveit sem hóf starfs­semi sem hefðbund­in skemmtisveit en þróaðist svo fljót­lega út í metnaðarfulla poppsveit sem dældi út ægig­ríp­andi, en aldrei ódýr­um, slög­ur­um linnu­laust yfir land og lýð. Sveit­inni tókst á til­tölu­lega stutt­um tíma að byggja upp gott safn af frum­sömdu, al­ís­lensku poppi og hef­ur vegna þessa setið traust á stalli í aug­um yngri tón­list­ar­manna sem þreyta sömu list

Upp- og niður­sveifl­ur vant­ar þá held­ur ekki í til­felli Sál­ar­inn­ar og drama­tík­in er aldrei langt und­an eins og sannri stór­sveit sæm­ir. Sál­in hef­ur þannig átt blóma­skeið, þurrkatíð og end­ur­reisn­ar­tíma­bil.

Sál­in hef­ur ávallt búið yfir auðheyr­an­legri þörf fyr­ir að reyna sig og sanna; taka áhættu og fara fram að hengiflugi. Lík­legt má telja að þessi djörf­ung, þetta hug­ar­far, hafi áskapað henni þá stöðu sem hún nýt­ur í dag.

Sál­in verður tek­in traust­um popp­fræðileg­um tök­um á menn­ing­arsíðum Morg­un­blaðsins, nú á sunnu­dag­inn.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Láttu fjárhagsáhyggjurnar ekki ná yfirhöndinni því þá missirðu raunveruleikaskynið. Ef þú vildir bara hagnýta hluti myndi þér mjög svo leiðast.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Arn­ald­ur Indriðason
4
Sofie Sar­en­brant
5
Unni Lindell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Láttu fjárhagsáhyggjurnar ekki ná yfirhöndinni því þá missirðu raunveruleikaskynið. Ef þú vildir bara hagnýta hluti myndi þér mjög svo leiðast.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Arn­ald­ur Indriðason
4
Sofie Sar­en­brant
5
Unni Lindell