Axlar ábyrgð á kreppunni

Jóhann Smári Sævarsson.
Jóhann Smári Sævarsson. mbl.is/Ómar

Þjóðinni hefur þótt menn tregir til að gangast við ábyrgð vegna hruns fjármálakerfis landsins. Nú hefur Morgunblaðið hins vegar haft uppi á manni sem er reiðubúinn að axla ábyrgð á ósköpunum: Jóhanni Smára Sævarssyni bassasöngvara.

Kannski ekki maðurinn sem spjótin stóðu á en þannig er mál með vexti að Jóhann Smári hefur gegnum söngkennslu tengst inn í banka- og fjármálakerfið. „Ég er með nokkra nemendur og sumir þeirra eru tengdir inn í bankakerfið,“ segir hann. „Tveir hafa unnið hjá Kaupþingi, einn hjá Landsbankanum, auk þess sem ég er með föður eins af fyrrverandi forstjórum bankanna og bróðurson Geirs H. Haarde forsætisráðherra. Fyrir vikið finnst mér eins og ég eigi þátt í kreppunni og hef jafnvel velt því fyrir mér hvort ég þurfi hreinlega að axla ábyrgð og segja af mér!“

Er það rétt skilið, ertu að axla ábyrgð á hruni fjármálakerfisins?

„Já, ég er að því. Og skora á þjóðina að flykkjast á Vetrarferðina eftir Schubert í Íslensku óperunni í kvöld kl. 20 til að berja sökudólginn augum!“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar