Páfagarður „fyrirgefur" Lennon

Bítlarnir árið 1965.
Bítlarnir árið 1965. Reuters

Blað, sem gefið er út í Páfag­arði, hef­ur fyr­ir­gefið John Lennon um­mæli, sem hann lét falla fyr­ir rúm­um fjór­um ára­tug­um, um að Bítl­arn­ir væru vin­sælli en Jesús. Í grein blaðsins er farið lof­sam­leg­um orðum um Bítl­ana og sagt að Lennon hafi bara verið ung­ur maður að monta sig.

Lennon sagði í blaðaviðtali í Bretlandi árið 1966, þegar Bítlaæðið var sem mest, að hann vissi ekki hvort myndi deyja fyrst út, krist­in­dóm­ur eða rokk og ról. Mikið upp­nám varð í Banda­ríkj­un­um vegna þess­ara um­mæla og voru plöt­ur Bítl­anna m.a. brennd­ar.

Blaðið L'Oss­ervatore Romano, sem er hálfop­in­bert mál­gagn páfag­arðs, fjallaði í gær um að 40 ár eru liðin frá því Hvíta al­búmið með Bítl­un­um var gefið út. Þar seg­ir, að Lennon hafi verið ung­ur maður, sem ólst upp í verka­manna­hverfi á tím­um El­vis Presley og rokks­ins og hefði náð óvænt­um ár­angri.

Blaðið fékk nýj­an rit­stjóra fyr­ir skömmu og fram kem­ur á frétta­vef BBC, að síðan hafi blaðið öðru hvoru birt grein­ar um fræga fólkið inn­an um ræður páfa og um­fjöll­un um heims­mál.

Í grein­inni um Hvíta al­búmið seg­ir að Bítl­arn­ir hafi búið til ein­staka og ein­kenni­lega blöndu af hljóðum og orðum. Bítla­lög­in hafi orðið ótrú­lega líf­seig og Hvíta al­búmið sé enn töfr­andi tón­list­arsafn.

Þótt Bene­dikt páfi hafi gagn­rýnt marga þætti nú­tíma popp­menn­ing­ar hef­ur hann leyft blaðinu að end­ur­spegla um­heim­inn. Slíkt hefði verið óhugs­andi á tíma Páls páfa VI, sem ríkti í Vatíkan­inu þegar Bítl­arn­ir voru upp á sitt besta.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Það er hálf löðurmannlegt að velta öðrum upp úr veikleikum sínum. Farðu eftir tilfinningu þinni um að þú eigir að koma þér í betra form.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Torill Thorup
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Arn­ald­ur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Það er hálf löðurmannlegt að velta öðrum upp úr veikleikum sínum. Farðu eftir tilfinningu þinni um að þú eigir að koma þér í betra form.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Torill Thorup
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Arn­ald­ur Indriðason