Páfagarður „fyrirgefur" Lennon

Bítlarnir árið 1965.
Bítlarnir árið 1965. Reuters

Blað, sem gefið er út í Páfagarði, hefur fyrirgefið John Lennon ummæli, sem hann lét falla fyrir rúmum fjórum áratugum, um að Bítlarnir væru vinsælli en Jesús. Í grein blaðsins er farið lofsamlegum orðum um Bítlana og sagt að Lennon hafi bara verið ungur maður að monta sig.

Lennon sagði í blaðaviðtali í Bretlandi árið 1966, þegar Bítlaæðið var sem mest, að hann vissi ekki hvort myndi deyja fyrst út, kristindómur eða rokk og ról. Mikið uppnám varð í Bandaríkjunum vegna þessara ummæla og voru plötur Bítlanna m.a. brenndar.

Blaðið L'Osservatore Romano, sem er hálfopinbert málgagn páfagarðs, fjallaði í gær um að 40 ár eru liðin frá því Hvíta albúmið með Bítlunum var gefið út. Þar segir, að Lennon hafi verið ungur maður, sem ólst upp í verkamannahverfi á tímum Elvis Presley og rokksins og hefði náð óvæntum árangri.

Blaðið fékk nýjan ritstjóra fyrir skömmu og fram kemur á fréttavef BBC, að síðan hafi blaðið öðru hvoru birt greinar um fræga fólkið innan um ræður páfa og umfjöllun um heimsmál.

Í greininni um Hvíta albúmið segir að Bítlarnir hafi búið til einstaka og einkennilega blöndu af hljóðum og orðum. Bítlalögin hafi orðið ótrúlega lífseig og Hvíta albúmið sé enn töfrandi tónlistarsafn.

Þótt Benedikt páfi hafi gagnrýnt marga þætti nútíma poppmenningar hefur hann leyft blaðinu að endurspegla umheiminn. Slíkt hefði verið óhugsandi á tíma Páls páfa VI, sem ríkti í Vatíkaninu þegar Bítlarnir voru upp á sitt besta.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson