Vampírumynd laðar til sín áhorfendur

Kristen Stewart og Robert Pattinson í myndinni Twilight.
Kristen Stewart og Robert Pattinson í myndinni Twilight.

Vampíruástarmyndin Twilight fékk mikla aðsókn í norður-amerískum kvikmyndahúsum um helgina. Námu tekjur af sýningu myndarinnar 70,5 milljónum dala.

Það voru einkum unglingsstúlkur, sem hópuðust á myndina en margar þeirra lásu einnig skáldsögu Stephenie Meyer um ástir vampírunnar Edwards Cullens og skólastúlkunnar Bellu Swan.

Bond-myndin Quantum of Solace fór niður í 2. sæti en tekjur af myndinni um helgina námu 27,4 milljónum dala. Ný teiknimynd frá Disney, Bolt, fór í 3. sætið en myndin var frumsýnd í síðustu viku.

Listinn yfir vinsælustu myndirnar um helgina er eftirfarandi:

  1. Twilight
  2. Quantum of Solace
  3. Bolt
  4. Madagascar 2
  5. Role Models
  6. Changeling
  7. High School Musical 3
  8. Zack and Miri
  9. The Boy in the Striped Pyjamas
  10. Secret Life of Bees.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leyfðu öðrum að njóta kunnáttu þinnar en varastu allt oflæti, því fyrr en varir ert þú sá sem lærir af öðrum. Ekki hafa áhyggjur af því að þurfa að sanna þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leyfðu öðrum að njóta kunnáttu þinnar en varastu allt oflæti, því fyrr en varir ert þú sá sem lærir af öðrum. Ekki hafa áhyggjur af því að þurfa að sanna þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach