Vampíruástarmyndin Twilight fékk mikla aðsókn í norður-amerískum kvikmyndahúsum um helgina. Námu tekjur af sýningu myndarinnar 70,5 milljónum dala.
Það voru einkum unglingsstúlkur, sem hópuðust á myndina en margar þeirra lásu einnig skáldsögu Stephenie Meyer um ástir vampírunnar Edwards Cullens og skólastúlkunnar Bellu Swan.
Bond-myndin Quantum of Solace fór niður í 2. sæti en tekjur af myndinni um helgina námu 27,4 milljónum dala. Ný teiknimynd frá Disney, Bolt, fór í 3. sætið en myndin var frumsýnd í síðustu viku.
Listinn yfir vinsælustu myndirnar um helgina er eftirfarandi: