Vampírumynd laðar til sín áhorfendur

Kristen Stewart og Robert Pattinson í myndinni Twilight.
Kristen Stewart og Robert Pattinson í myndinni Twilight.

Vampíruástarmyndin Twilight fékk mikla aðsókn í norður-amerískum kvikmyndahúsum um helgina. Námu tekjur af sýningu myndarinnar 70,5 milljónum dala.

Það voru einkum unglingsstúlkur, sem hópuðust á myndina en margar þeirra lásu einnig skáldsögu Stephenie Meyer um ástir vampírunnar Edwards Cullens og skólastúlkunnar Bellu Swan.

Bond-myndin Quantum of Solace fór niður í 2. sæti en tekjur af myndinni um helgina námu 27,4 milljónum dala. Ný teiknimynd frá Disney, Bolt, fór í 3. sætið en myndin var frumsýnd í síðustu viku.

Listinn yfir vinsælustu myndirnar um helgina er eftirfarandi:

  1. Twilight
  2. Quantum of Solace
  3. Bolt
  4. Madagascar 2
  5. Role Models
  6. Changeling
  7. High School Musical 3
  8. Zack and Miri
  9. The Boy in the Striped Pyjamas
  10. Secret Life of Bees.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur unnið vel og skipulega og hefur nú lokið verkefni þínu í tæka tíð. Einhverra hluta vegna veita samstarfsmenn þér einstaklega mikinn stuðning.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur unnið vel og skipulega og hefur nú lokið verkefni þínu í tæka tíð. Einhverra hluta vegna veita samstarfsmenn þér einstaklega mikinn stuðning.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar