Sáust kyssast og knúsast

Sheridan og Bolton
Sheridan og Bolton Reuters

Aðþrengda eiginkonan Nicollette Sheridan er komin með nýjan mann upp á arminn en hún sleit nýlega sambandi við tónlistarmanninn Michael Bolton.

Nýja ástin er leikarinn David Spade en hann mætti í 45 ára afmælisveislu leikkonunnar. Meðal annarra gesta í veislunni voru meðleikarar Sheridan í Aðþrengdum eiginkonum; Felicity Huffman, Neal McDonough og Kyle MacLachlan.

Samband Sheridan og Spade fer enn leynt en þau mættu sitt í hvoru lagi í veisluna og sátu ekki við sama borð til að byrja með. En síðar um kvöldið sást til þeirra knúsast og kyssast þar sem þau voru búin að færa sig saman. Þó þau tvö haldi því fram að þau séu ekki að hittast stóð Spade við hlið Sheridan þegar hún blés á kertin á afmæliskökunni.

Fyrir tveimur vikum sást til þeirra saman í fyrsta skipti við opnun veitingastaðar þar sem þau eyddu öllu kvöldinu í djúpum samræðum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar