Í úrslit í dönskum sjónvarpsþætti

Tónlistarmaðurinn Rúnar Eff er kominn í úrslit í raunveruleikaþættinum Allstars sem sýndur er á sjónvarpsstöðinni TV2 í Danmörku. Um er að ræða kórakeppni með popp- og rokktónlist þar sem sólósöngvarar eru með gospelkór fyrir aftan sig. Úrslitin verða sýnd nk. föstudagskvöld en hátt í tvær milljónir manna hafa fylgst með þáttunum.

„Þetta gengur þannig fyrir sig að fjórar danskar poppstjörnur velja sér einn 20 manna kór hver og keppa svo sín á milli um hver þeirra sé bestur. Hver þessara kóra er svo með forsöngvara, og ég er einn þeirra,“ segir Rúnar, en á meðal þessara poppstjarna er René Dif, meðlimur í hljómsveitinni Aqua – sá sem söng hlutverk Kens í laginu „Barbie Girl“.

Aðspurður segist Rúnar í sjálfu sér ekki geta unnið neitt persónulega, hver kór keppi fyrir hönd viðkomandi poppstjörnu, hann vinni svo ákveðna peningaupphæð sem verður gefin til góðgerðarmála. Fyrirmyndin að þættinum mun vera bandarísk, en þar hét hann Class of the Choirs.

„Ég held að það séu hátt í tvær milljónir manna sem sjá þetta í beinni útsendingu á hverjum föstudegi hérna í Danmörku,“ segir Rúnar en síðasti þátturinn, úrslitaþátturinn, verður núna á föstudaginn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar