Winehouse á sjúkrahús á ný

Amy Winehouse og Blake Fielder-Civil á góðri stundu.
Amy Winehouse og Blake Fielder-Civil á góðri stundu. Reuters

Breska söngkonan Amy Winehouse hefur verið lögð inn á sjúkrahús að nýju. Fjölmiðlafulltrúi hennar segir hana hafa verið lagða inn vegna ofnæmisviðbragða við lyfseðilsskyldum lyfjum en staðhæft er í breskum fjölmiðlum að hún hafi neytt mikils magns áfengis og fíkniefna eftir að hafa rifist við eiginmann sinn í síma um helgina.

„Amy  er í lyfjameðferð vegna fíkniefnaneyslu og hefur áður brugðist illa við lyfjum,” segir fjölmiðlafulltrúi söngkonunnar í viðtali við blaðið Daily Mirror. „Læknarnir vilja komast til botns í því hvað er að gerast.” 

„Amy og Blake lentu í hávaðarifrildi. Hún var ekki með sjálfri sér eftir símtalið og missti bara algerlega stjórn á sér,” segir ónefndur heimildarmaður. „Hún fór út að skemmta sér og hætti ekki fyrr en hún lá á gólfinu á sunnudag. Hún hefur áður lent á sjúkrahúsi eftir slík köst sem tengjast áfengis og fíkniefnaneyslu. Haldi hún þessu áfram mun eitt þessara kasta verða hennar síðasta.”

Til hafði staðið að söngkonan, sem er tuttugu og fimm ára, væri viðstödd er mál Blake Fielder-Civil, eiginmanns hennar, var tekið fyrir í áfrýjunarrétti í gær en af því varð ekki vegna veikinda hennar. Var kröfu hans um niðurfellingu ákæru hafnað.

 Þau hafa bæði átt við langvarandi fíkniefnaneyslu að stríða.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson