Verðlaunuð fyrir vonda kynlífslýsingu

Shire Hell eftir Rachel Johnson.
Shire Hell eftir Rachel Johnson.

Rithöfundurinn Rachel Johnson hefur verið verðlaunuð fyrir vonda kynlífslýsingu í bók sinni Shire Hell, en hún var ein af mörgum rithöfundum sem voru tilnefndir til verðlaunanna Bad Sex In Fiction.

Johnson, sem er systir borgarstjóra Lundúndaborgar, Boris Johnson, skaut keppinautum sínum ref fyrir rass með setningunni „og ég gaf frá mér undarlegt dýrahljóð“. 

Fyrrum talsmaður Tony Blair, Alastair Campell, var á meðal þeirra sem voru tilnefndir í ár. Fimmtán ár eru nú liðin frá því að verðlaunin voru fyrst afhent. Verðlaunaafhendingin sjálf fór fram í London.

Verðlaunin eru afhent þeim höfundi sem hefur skrifað bókarkafla sem þyki mega missa sín í annars góðri bók, að því er fram kemur á fréttavef breska ríkisútvarpsins.

„Ég hef ávallt viljað hljóta bókmenntaverðlaun og að fá þessi merkilegu verðlaun - verðlaun sem risar á borð við Norman Mailer, Sebastian Faulks og Tom Wolfe hafa unnið - er, hvað mig varðar að minnsta kosti, mikill heiður,“ sagði Johnson þegar hún hafði fengið verðlaunin afhent.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sumt af því sem þú ert að reyna að afreka er mjög djarft, kannski af því að þú veist að það mun hefja keðjuverkun og líf þitt verður aldrei samt. Vertu opin/n fyrir skoðunum annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sumt af því sem þú ert að reyna að afreka er mjög djarft, kannski af því að þú veist að það mun hefja keðjuverkun og líf þitt verður aldrei samt. Vertu opin/n fyrir skoðunum annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir