Geirmundur með þjóðinni í 50 ár

Skagfirska sveiflukónginn Geirmund Valtýsson þarf vart að kynna fyrir þjóðinni, svo lengi hefur hann sungið og leikið fyrir dansi í gegnum tíðina.
Í vor voru liðin 50 ár síðan tónlistarferillinn hófst, með harmonikkudansleik í Melsgili í Skagafirði í maí 1958, Geirmundur þá nýfermdur.

Af þessu tilefni var haldin tónlistarveisla í íþróttahúsinu á Sauðárkróki í maí sl. þar sem 20 lög voru tekin upp fyrir troðfullu húsi áhorfenda. Lögin eru nú komin út á hljóm- og mynddiskum sem innihalda heimildarmynd eftir Gísla Sigurgeirsson um feril Geirmundar. Er þetta fimmtándi hljómdiskurinn sem frá Geirmundi kemur.

Í viðtali í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins segist Geirmundur ekkert vera á þeim buxunum að hætta. Hann sér ekki ástæðu til þess á meðan hljómsveitin er pöntuð langt fram í tímann. Geirmundur hefur samið hátt í 150 lög og nægir að nefna vinsæl lög eins og Lífsdansinn, Ég syng þennan söng, Ort í sandinn, Bíddu við og Nú er ég léttur.

Magnús Kjartansson hefur lengi starfað með Geirmundi og er tónlistar- og upptökustjóri á nýrri útgáfu. Magnús skýrir vinsældir Geirmundar með þeim orðum að hann sé sprottinn upp úr alþýðunni, búi með henni og starfi. Hann þekkir sitt fólk og er trúr þeirri hugmyndafræði að fátt sé meira mannbætandi og nauðsynlegra en að dansa og skemmta sér, tjútta og djæfa - þó hann geri ekki mikið af því sjálfur.

Fyrstu kynni Magnúsar af Geirmundi voru upp úr 1970 þegar hljómsveitin Trúbrot lék undir hjá Geirmundi í lögunum Bíddu við og Nú er ég léttur. Mörgum að óvörum og Trúbrotsmönnum þar á meðal, slógu lögin í gegn það sumarið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir