Stjörnutónleikum frestað

Hljómsveitin Bon Jovi átti að koma fram á Live Earth …
Hljómsveitin Bon Jovi átti að koma fram á Live Earth India tónleikunum. Reuters

Fyrirhuguðum tónleikum nokkurra heimsþekktra poppstjarna í Mumbai hefur verið slegið á frest vegna árása íslamskra öfgamanna fyrir helgi.
Ætlunin var að nota tónleikana til að draga athyglina að umhverfismálum en nú þykir ekki lengur við hæfi að efna til slíkrar samvinnu.

Meðal þeirra sem áttu að koma fram á Live Earth India-tónleikunum 7. desember næstkomandi voru Bon Jovi, Roger Waters og Black Eyed Peas'.

Til stóð að sent yrði frá tónleikunum á netinu.

Eins og vera ber hefur þeim sem keyptu miða verið heitið endurgreiðslu.

Ekki þykir við hæfi að setja magnara í gang nú þegar borgin er harmi slegin eftir ódæðin sem drógu hátt í 200 manns til dauða. 

Það var Íslandsvinurinn Al Gore sem hleypti Live Earth tónleikaröðinni af stokkunum í félagi við aðra.

Yfir 300 manns særðust í ódæðunum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér léttir þegar búið verður að hreinsa andrúmsloftið á heimilinu. Reyndu ekki að eyðileggja málið með því að þykjast geta sóst eftir meiru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér léttir þegar búið verður að hreinsa andrúmsloftið á heimilinu. Reyndu ekki að eyðileggja málið með því að þykjast geta sóst eftir meiru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir