Jólastemning í bandarískum kvikmyndahúsum

Reese Witherspoon og Vince Vaughn í hlutverkum sínum í kvikmyndinni …
Reese Witherspoon og Vince Vaughn í hlutverkum sínum í kvikmyndinni Four Christmases.

Það ríkti sannkölluð jólastemning í bandarískum kvikmyndahúsum um helgina en jólamyndin Four Christmases, með þeim Vince Vaughn og Reese Witherspoon, hlaut mesta aðsókn að þessu sinni. Hún halaði inn 31,7 milljónum dala.

Hún hefur alls þénað 46,7 milljónir dala frá því hún var frumsýnd á miðvikudag fyrir Þakkargjörðarhátíðina, en Þakkargjörðardagurinn var á fimmtudag.

Þetta er önnur arðbærasta Þakkargjörðarhelgin í bandarískum kvikmyndahúsum. Tekjur 12 vinsælustu kvikmyndanna námu alls 223,7 milljónum dala, þ.e. frá miðvikudegi fram til dagsins í dag. Árið 2000 námu bíótekjurnar 232,2 milljónum dala yfir sömu helgi.

Í öðru sæti var Disney-teiknimyndin Bolt var í þriðja sæti með 26,6 milljónir dala. Vampírumyndin Twilight, sem sat í toppsætinu um síðustu helgi, endaði í þriðja sæti.

Topp 10 listinn er eftirfarandi, þ.e. fyrir aðsókn á föstudag, laugardag og sunnudag:

  1. Four Christmases
  2. Bolt
  3. Twilight
  4. Quantum of Solace
  5. Australia
  6. Madagascar
  7. Transporter 3
  8. Role Models,
  9. The Boy in the Striped Pajamas
  10. Milk
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup