Eins og fram hefur komið stendur yfir niðurskurður á RÚV þessa dagana. Einn þeirra föstu dagskrárliða Sjónvarpsins sem verða fyrir barðinu á sparnaðinum er skemmtiþátturinn Gott kvöld í umsjón Ragnhildar Steinunnar Jónsdóttur en ákveðið hefur verið að slá af sérstakan jólaþátt sem sýna átti þriðja í jólum.
Kostnaðurinn við þáttinn hefur ábyggilega ráðið miklu í þeirri ákvörðun en einnig hlýtur það að hafa vegið þungt að áhorf á þáttinn hefur hríðfallið frá því hann náði mestu áhorfi í október og þar til næstsíðast þegar áhorf á hann var komið niður fyrir fjórðung á meðal sjónvarpsáhorfenda á aldrinum 12 – 49 ára.