Axl Rose horfinn

Axl Rose.
Axl Rose. Reuters

Axl Rose, forsprakki banda­rísku rokksveit­ar­inn­ar Guns N' Roses hef­ur ekki sést í tvo mánuði. Rose, sem er með sér­vitr­ari mönn­um, hef­ur gert yf­ir­mönn­um Gef­fen-plötu­út­gáf­unn­ar mik­inn grikk með því að láta sig hverfa sí svona, en fyrsta plata Guns N' Roses í heil fimmtán ár, Chinese Democracy, kom út fyr­ir skömmu.

„Fjöl­marg­ir hafa reynt að hafa uppi á Axl í tvo mánuði, en án ár­ang­urs. Það er mjög slæmt að hann skuli ekki láta sjá sig því plat­an hefði ör­ugg­lega átt miklu betri mögu­leika á að ná topp­sæti á sölu­list­um ef hann hefði fylgt henni eft­ir,“ sagði heim­ild­armaður í sam­tali við breska dag­blaðið The Sun.

„Maður hefði líka haldið að menn sem eyða svona mörg­um árum í að gera eina plötu væru til í að verja nokkr­um vik­um í að kynna hana. En all­ir vita að Axl er sér­vit­ur snill­ing­ur sem ger­ir aldrei neitt sem hann vill ekki gera.“

Ein­hverj­ir munu hafa haldið því fram að ástæða fjar­veru söngv­ar­ans sé sú að hann vinni nú að því að kalla sam­an hina upp­runa­legu meðlimi Guns N' Roses. Flest­ir þeirra sögðu skilið við sveit­ina á sín­um tíma vegna gríðarlegra sam­skipta­örðug­leika við Rose, sem fer jafn­an sín­ar eig­in leiðir. Eitt­hvað virðast þó sam­skipt­in að batna því gít­ar­leik­ar­inn og laga­höf­und­ur­inn Izzy Stra­dlin kom fram með sveit­inni á tón­leik­um árið 2004 og svo aft­ur árið 2006. Þá mun gít­ar­leik­ar­inn Slash hafa viður­kennt að hann kunni vel að meta Chinese Democracy. Það er ann­ars að frétta af þeim kappa að Vel­vet Revolver, sveit­in sem hann stofnaði eft­ir að hafa sagt skilið við Guns N' Roses, hang­ir á bláþræði eft­ir að út­gáfu­fyr­ir­tæki sveit­ar­inn­ar rifti samn­ingi við hana.

Chinese Democracy komst „aðeins“ í annað sæti breska vin­sæld­arlist­ans þegar hún kom út, en talið er að fram­leiðsla plöt­unn­ar hafi kostað um 13 millj­ón­ir doll­ara, tæpa tvo millj­arða ís­lenskra króna, sem ger­ir hana að dýr­ustu plötu allra tíma. Hún náði þó efsta sæt­inu í bæði Bras­il­íu og Finn­landi. jbk@mbl.is

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Þótt best sé jafnan að hafa öryggið í fyrirrúmi, koma þeir tímar, að menn verða stundum að hrökkva eða stökkva fyrirvaralítið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Þótt best sé jafnan að hafa öryggið í fyrirrúmi, koma þeir tímar, að menn verða stundum að hrökkva eða stökkva fyrirvaralítið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir