Cyrus tekur Leibovitz í sátt

Miley Cyrus
Miley Cyrus Reuters

Bandaríska unglingastjarnan Miley Cyrus hefur endurskoðað afstöðu sína til umdeildra ljósmynda sem ljósmyndarinn Annie Leibovitz tók af henni. Myndirnar voru birtar í aprílhefti tímaritsins Vanity Fair og í kjölfarið kvaðst Cyrus hafa gert mistök með því að taka þátt í  myndatökunni og bað aðdáendur sínar afsökunar.

„Allir utan Bandaríkjanna voru mun hrifnari því þetta var meira í þeirra stíl. Bandaríkin eru mjög íhaldssöm,” segir hún í viðtali við skoska Daily Record. „Ég býst við að ég hafi þurft að takast á við það og gera mér grein fyrir því að ég fékk að vinna með stórkostlegum ljósmyndara.”

Þá segist hún gjarnan vilja vinna með Leibovitzs á ný gera sér grein fyrir því að sjálf sé hún bara barn við hlið svo þroskaðs listamanns.

Mynd Leibovitz af Elísabetu Englandsdrottningu.
Mynd Leibovitz af Elísabetu Englandsdrottningu.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar