Knútur fórnarlamb lánsfjárkreppunnar

Svona kom Knútur fyrst fyrir almennings sjónir 23. mars árið …
Svona kom Knútur fyrst fyrir almennings sjónir 23. mars árið 2007. Reuters

Ísbjörninn Knútur, sem um tíma var uppáhald heimsbyggðarinnar, hefur nú bæst í hóp fórnarlamba lausafjárkreppunnar, sem bitið hefur um allan heim. Knútur verður tveggja ára í vikunni og þarf nú meira pláss í dýragarðinum í Berlín, sem hefur ekki efni á að stækka ísbjarnasvæðið. Því kann Knútur að þurfa að flytja.

Knútur vakti mikla athygli í byrjun ársins 2007.  Móðir ísbjarnarhúnsins hafnaði honum þegar hann fæddist í desember síðastliðnum og hann var alinn upp af dýragarðsstarfsmanni. Vangaveltur um að best væri að lóga honum komust í fjölmiðla og skyndilega varð Knútur uppáhald allra.

Gestum í dýragarðinum fjölgaði til muna og talið var að Knútur hefði aflað garðinum 5 milljónir evra í tekjur árið 2007. En síðan fór áhugi almennings að dvína enda Knútur orðinn skapvondur unglingur og feldurinn, sem áður var snjóhvítur, var orðinn skolleitur.

Nú þarf Knútur meira pláss og áætlað er að það kosti 9 milljónir evra að reisa nýja ísbjarnarálmu. Á því hefur dýragarðurinn ekki efni á þessum síðustu og verstu tímum, að sögn Heiner Klös, yfirgæslumanns ísbjarna í garðinum. Því er líklegt að Knútur verði sendur annað.

Aðrir dýragarðar í Evrópu vilja gjarnan taka við Knúti, sem vegur nú 210 kg og er 2,5 metrar á hæð þegar hann rís upp á afturfæturna. Eru m.a. nefndir til sögunnar Orsa bjarnargarðurinn í Svíþjóð, dýragarður í Noregi og Hanover Zoo.

Berlínarbúar munu örugglega sakna Knúts. „Berlín er að missa einn af sínum bestu sendiherrum," sagði Christian Tänszler, hjá ferðamálastofu Berlínar, við breska blaðið Daily Telegraph.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar