Blaki snýr aftur í bandarísk kvikmyndahús

Christian Bale sem Bruce Wayne í The Dark Knight. Bale …
Christian Bale sem Bruce Wayne í The Dark Knight. Bale segir að Heath Ledger og Christopher Nolan eigi skilið að vera tilnefndir til Óskarsverðlaunanna.

Nýjasta kvikmyndin um Leðurblökumanninn The Dark Knight verður aftur tekin til sýninga í bandarískum kvikmyndahúsum um janúar. Það eykur líkurnar á því að myndin nái að þéna yfir einn milljarð dala í sýningartekjur.

Fram kemur á vefsíðunni Box Office Mojo hefur kvikmyndin þegar halað inn 996 milljónir dala á heimsvísu.

Christian Bale, sem leikur Blaka í myndinni, segir að Heath Ledger, sem leikur Jókerinn í myndinni, og leikstjórinn Christopher Nolan ættu að vera tilnefndir til Óskarsverðlauna.

„Þeir sem eiga alvöru möguleika að mínu mati eru Heath og Chris fyrir leikstjórn, því hann hefur gert ótrúlega hluti. Og ég held að myndin ætti einnig að vera tilnefnd sem besta kvikmyndin,“ sagði Bale í gær.

The Dark Knight var frumsýnd í júlí sl. hefur þénað meira en allar aðrar myndir sem hafa verið frumsýndar í Norður-Ameríku á þessu ári.

Hún verður aftur tekin til sýninga 23. janúar nk. Daginn áður verður tilkynnt um hverjir hljóta tilnefningu til Óskarsverðlaunanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar