Boy George sakfelldur

Boy George sést hér yfigefa dómshúsið í London í síðustu …
Boy George sést hér yfigefa dómshúsið í London í síðustu viku. Reuters

Dóm­stóll í Lund­ún­um sak­felldi í dag breska popp­ar­ann Boy Geor­ge fyr­ir að hafa haldið norsk­um fylgd­ar­pilti föngn­um heima hjá sér. 

Boy Geor­ge, sem er 47 ára og fyrr­um söngv­ari Cult­ure Club, var sakaður um að hafa hand­járnað 29 ára gaml­an Norðmann, Audun Carlsen, og barið hann með járn­keðju þegar hann reyndi að flýja íbúð popp­ar­ans í kjöl­far nekt­ar­mynd­ar­töku.

Geor­ge, sem heit­ir réttu nafni Geor­ge O'Dowd, játaði að hafa hand­járnað Carlsen í apríl árið 2007. Hann sagði hins veg­ar að hann hefði gripið til þessa ráðs eft­ir að grun­semd­ir vöknuðu hjá hon­um að Norðmaður­inn hafi átt við tölv­una hans og náð þaðan ljós­mynd­um.

Carlsen seg­ir þetta vera til­bún­ing. Hann hafi verið færður í hand­járn vegna þess að Geor­ge hafi viljað refsa hon­um fyr­ir að vilja ekki stunda með hon­um kyn­mök.

Dóm­ur yfir Boy Geor­ge verður kveðinn upp í janú­ar.

Norðmaðurinn Audun Carlsen.
Norðmaður­inn Audun Carlsen. Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Öll samskipti þín við aðra eru óvenju tilfinningarík í dag. Láttu ekki neikvæðni annarra og óþolinmæði hafa áhrif á þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Sofie Sar­en­brant
4
Unni Lindell
5
Arn­ald­ur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Öll samskipti þín við aðra eru óvenju tilfinningarík í dag. Láttu ekki neikvæðni annarra og óþolinmæði hafa áhrif á þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Sofie Sar­en­brant
4
Unni Lindell
5
Arn­ald­ur Indriðason