Ungfrú Ísland sigraði í íþróttakeppni

Alexandra Helga Ívarsdóttir.
Alexandra Helga Ívarsdóttir. mbl.is/hag

Ungfrú Ísland, Alexandra Helga Ívarsdóttir, er nú stödd við undirbúning fyrir keppnina um fegurstu konu heims, Miss World, í Suður-Afríku. Alexandra tók forskot á sæluna í dag þegar hún var krýnd Miss World Sportswoman, en keppendurnir tóku þátt í allskonar kappleikjum og þótti Alexandra standa sig best allra.

Fram kemur á vefnum Global Beauties. Alexandra hlaut bikar að launum og það var knattspyrnumaðurinn Marc Batchelor sem afhenti Ungfrú Ísland verðlaunin í Glenburn Lodge í Suður-Afríku.

Alls taka 109 keppendur þátt í fegurðarsamkepnninni. 

Meðal þess sem þeir áttu að gera var að búa til bát úr pappa og plasti, keppa í spretthlaupi og krikket.

Undir lok dags þóttu sex stúlkur standa sig best. Það voru, auk Alexöndru, keppendurnir frá Ísrael, Grikklandi, Nígeríu, Portúgal og Perú.

Með þessu hefur Alexandra tryggt sér sæti í undanúrslitum fegurðarsamkeppninnar, sem fram fer í Jóhannesarborg 13. desember nk.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar