Íhugar að fara í brjóstaminnkun

Britney Spears.
Britney Spears. Reuters

Bandaríska söngkonan Britney Spears hefur lýst yfir áhuga á að láta minnka á sér brjóstin.

Britney vakti mikla athygli í afmælisboði sínu á dögunum þar sem hún skartaði afar flegnum kjól en lét þó hafa þetta eftir sér nokkrum dögum síðar: „Ég kemst ekki í sömu föt og áður, eins og til dæmis búninginn sem ég var í í myndbandinu við „Oops I Did it Again“. Mér finnst ég ekki nógu straumlínulöguð og er að hugsa um að láta minnka á mér brjóstin svo ég geti smeygt mér í einhverja frábæra búninga fyrir næstu tónleikaferð. Ég veit að brjóstin á mér eru kynþokkafull en stundum eru þau bara fyrir.“

Spears fékk á dögunum harða gagnrýni fyrir frammistöðu sína í sjónvarpi þar vestra og náinn vinur hennar segir að hún hafi verið harmi slegin eftir að einn gagnrýnandinn lýsti henni sem „mæmandi klámmyndastjörnu“. „Hún er að hugsa um að breyta ímynd sinni í rokk-skvísu en raunin er að hún lítur mjög vel út í dag,“ var haft eftir kunningja Spears. Sá orðrómur hefur verið á kreiki að Spears notist við megrunarpillur sem hafi mjög slæm áhrif á meltingarkerfið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar