Smáfuglar fengu ekki verðlaun

Judy Dench fékk heiðursverðlaun evrópsku kvikmyndaverðlaunanna.
Judy Dench fékk heiðursverðlaun evrópsku kvikmyndaverðlaunanna. AP

Stuttmyndin Frankie eftir Darrene Thornton fékk verðlaun á evrópsku kvikmyndahátíðinni, sem fór fram í Kaupmannahöfn í kvöld. Stuttmyndin Smáfuglar, eftir Rúnar Rúnarsson, var tilefnd til verðlaunanna. 

Ítalska kvikmyndin Gomorra, sem fjallar um ítölsku mafíuna í Napólí,  fékk fimm verðlaun á hátíðinni. Gomorra var valin besta myndin,  Matteo Garrone var valinn besti leikstjórinn, Toni Servillo var valinn besti leikarinn og myndin fékk verðlaun fyrir handrit og kvikmyndatöku.

Enska leikkonan Kristin Scott Thomas var valin besta leikkonan fyrir frönsku myndina Il y a Longtemps Que Je T'Aime.  Myndin Harry Potter og Fönixreglan fékk áhorfendaverðlaun hátíðarinnar.

Þá fékk breska leikkonan Judy Dench heiðursverðlaun hátíðarinnar.

Friðrik krónprins Dana og Mary prinsessa voru viðstödd verðlaunahátíðina.
Friðrik krónprins Dana og Mary prinsessa voru viðstödd verðlaunahátíðina. AP
Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Dana, og Annemette kona hans, voru …
Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Dana, og Annemette kona hans, voru viðstödd verðlaunahátíðina, AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar