Vinnie Jones handtekinn

Vinnie Jones.
Vinnie Jones. Reuters

Breski leikarinn og fyrrum knattspyrnumaðurinn Winnie Jones var handtekinn eftir að slagsmál brutust út á bar í  Sioux Falls í Suður-Dakóta í Bandaríkjunum í vikunni.

Jones, sem þótti mikill harðjaxl í fótboltanum og hefur leikið harðjaxla í nokkrum kunnum kvikmyndum, skarst í andliti þegar hann var sleginn með bjórglasi. Lögreglan telur hins vegar að Jones hafi átt upptökin að slagsmálunum. 

Jones fékk aðhlynningu á sjúkrahúsi en var ákærður morguninn eftir og látinn laus gegn tryggingu. 

Alex Cole, umboðsmaður leikarans, sagði að Jones væri í fríi en hann vissi ekki hvað hann væri að gera í  Sioux Falls. 

Jones er  43, ára. Hann lék m.a. landsleiki fyrir Wales. Fyrsta myndin sem hann lék í var Lock, Stock and Two Smoking Barrels, sem Guy Richie, fyrrum eiginmaður Madonnu, gerði árið 1998. Hann hefur einnig m.a. leikið í myndunum Snatch, Gone in Sixty Seconds og X-Men: The Last Stand.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir