Aftur í eina sæng

Tommy Lee og Pamela Anderson í þá gömlu góðu.....
Tommy Lee og Pamela Anderson í þá gömlu góðu.....

Lengi lifir í gömlum glæðum. Pamela Anderson skipuleggur nú væntanlegt rómantískt gamlárskvöld með fyrrverandi eiginmanni sínum Tommy Lee.

Samkvæmt bloggsíðu þessarar fyrrverandi Baywatch-stjörnu hlakkar hún mikið til að eiga nána stund með Lee. „Við ætlum að eyða áramótunum saman í Montreal. Hve rómantískt!“

Anderson flutti aftur inn til Lee fyrr á þessu ári og hélt því þá fram að ekkert væri á milli þeirra. „Við búum saman því ég er heimilislaus í augnablikinu. Við erum eins og gömul hjón, við búum saman en stundum ekki kynlíf.“

Anderson og Lee eiga tvo syni saman, Brandon 12 ára og Dylan 10 ára. Þau giftu sig í febrúar 1995 eftir að hafa þekkt hvort annað í 96 klukkustundir. Hjónabandinu lauk 1998 eftir að Lee var handtekinn og sakfelldur fyrir heimilisofbeldi. Hann dvaldi sex mánuði í fangelsi. Síðan hjónabandi þeirra lauk hafa þau endurnýjað sambandið nokkrum sinnum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar