Skipt út af á frumsýningardag

Giuseppe Filianoti á æfingu á óperunni Don Carlo á La …
Giuseppe Filianoti á æfingu á óperunni Don Carlo á La Scala fyrir nokkrum dögum. Reuters

Ítalska tenórnum Giuseppe Filianoti var skipt út af, á síðustu stundu,  fyrir fyrstu frumsýningu vetrarins á La Scala á Ítalíu. Óperan Don Carlo eftir Verdi er frumsýnd þar í kvöld og Bandaríkjamaðurinn Stuart Neill fer með aðalhlutverkið eftir að Filianoti gerði, að mati stjórnenda hússins, mistök á lokaæfingu í gær.

Filianoti brást hinn versti við ákvörðun forráðamanna La Scala. Hann segist, í samtali við blaðið Corriere della Sera, hafa afþakkað hlutverk í mikilsverðum sýningum til þess að syngja í fyrstu uppfærslu vetrarins á Scala - og bætti við að aldrei hefði verið kvartað undan frammistöðu hans á æfingatímabilinu.

Filianoti var yfirvegaðri þegar hann kom á sýninguna í kvöld en í viðtalinu við blaðið og sagði fréttamönnum á staðnum að hann hefði ákveðið að mæta á sýninguna, með hag leikhússins að leiðarljósi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan