Vigdís í heiðursstjórn stofnunar Jacques Chirac

Jacques Chirac, fyrrverandi forseti Frakklands, og Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti …
Jacques Chirac, fyrrverandi forseti Frakklands, og Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, í París á dögunum.

Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, hefur tekið sæti í heiðursstjórn stofnunar Jacques Chirac, fyrrverandi forseta Frakklands, Fondation Chirac. Þau ræddu á dögunum samstarfa stofnanna tveggja sem við þau eru kenndar og hét Chirac við það tækifæri fullum stuðningi við Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum.

Í frétt frá Háskóla Íslands í dag segir að verkefni beggja stofnana sé að vekja leika og lærða til vitundar um mikilvægi tungumála fyrir menningu og margbreytileika mannkyns. „Fundurinn var einstaklega vinsamlegur og ræddu forsetarnir fjölmarga möguleika á samstarfi, t.d. í rannsóknum á tungumálum, miðlun þekkingar á tungumálum, í orðabókargerð og við varðveislu tungumála. Fundur þeirra fór fram á skrifstofu Jacques Chirac í París en hann var liður í viðamikilli kynningu á Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur sem fram fór í Frakklandi á dögunum,“ segir í tilkynningu HÍ.

Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum er rannsóknastofnun innan Hugvísindastofnunar HÍ. Stofnunin er rannsóknavettvangur kennara í Deild erlendra tungumála, bókmennta og málvísinda við Háskóla Íslands sem fást við erlend tungumál og fornfræði.

Fundinn í París sátu einnig Rozenn Milin frá Fondation Chirac og þau Ásdís R. Magnúsdóttir, Jóhanna B. Guðjónsdóttir og Torfi H. Tulinius frá Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir