Ástarbréf frá Edith Piaf á uppboði

Edith Piaf.
Edith Piaf.

Ýmir hafa túlkað söng Edith Piaf á Non, Je ne Regrette Rien sem eins konar óð til lífs hennar sjálfrar -  hún sér ekki eftir neinu. Nú hefur hins vegar fundist bréf, skrifað af henni til ástmanns sem hún gæti hafa séð eftir.  Í það minnsta segist hún vilja leggja allt í sölurnar til að geta verið hjá honum.

Bréfið er fjórar blaðsíður handskrifaðar og fannst í læstri hirslu í Aþenu. Bréfið skrifar Piaf til Dimitris Horn, einhvers þekktasta leikara Grikkja á sinni tíð. Bréfið er greinilega skrifað í hraði og er frá 1946, þegar Piaf er 31 árs að aldri og á hátindi ferils síns.

„Ég elska þig meira en ég hef elskað nokkurn annan, Taki, ekki láta hjarta mitt bresta,“ skrifar hún til leikarans sem hún hitti þegar hún var á tónleikaferð í Aþenu. „Ég vildi búa nálægt þér, ég held ég gæti gert þig hamingjusaman og ég held ég skilji þig mjög vel. Ég veit að ég er tilbúin að leggja allt í sölurnar fyrir þig.“

Bréfið verður boðið til sölu hjá helsta uppboðsfyrirtæki Grikklands seinna í mánuðinum og efni þess birt að hluta til af því tilefni. Með bréfinu fannst einnig símskeyti, merkt „Áríðandi“, sent tveimur mánuðum síðar og einnig stílað á Horn. Þar endurtekur hún ást sína á honum og hvetur hann til að skrifa sér á heimilisfangið Mme Bigard að 26 Rue Berry.

Dimitris Horn, sem lést fyrir um tíu árum, var kvennamaður mikill enda fjallmyndarlegur í útliti sem færði honum aðalhlutverkin á sviði og tjaldi í heimalandinu í meira en fjóra áratugi. Talið er að fundum þeirra hafi fyrst borið saman þegar hún hélt tónleika fyrir troðfullu húsi í Kotopouli leikhúsinu í Aþenu fyrir. Hann var þá 25 ára, sex árum yngri en hún.

Þetta var nokkru áður en Piaf hitti hnefaleikakappann Marcel Cerdan sem alltaf hefur verið talinn stóra ástin í lífi Litla spörfuglsins eins og hún var oft nefnd. Credan fórst í flugslysi 1949 og syrgði Piaf hann mjög, lagðist í þunglyndi og missti fótanna í lífi sínu með stöðugt vaxandi áfengis- og eiturlyfjanotkun.

„Við munu aldrei vita hvaða hug Horn bar til hennar (Piaf) en af þeim miklu ástríðum sem birtast á þessum blaðsíðum er ljóst að hj´´a henni var þetta ást við fyrstu sýn,“ hefur The Guardian eftir Petros Vergos, uppboðshaldara.

Edith Piaf syngur Je ne Regrette Rien á YouTube.

Dimitris Horn.
Dimitris Horn.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir