Breska leikkonan Kate Winslet hefur greint frá því að hlutverk Hönnu Schmitz í myndinni ‘The Reader’ hafi reynt mjög á hana en í henni fer hún með hlutverk fyrrum fangavarðar í útrýmingarbúðum nasista. „Það reyndi mjög á mig á margan hátt,” segir hún í viðtlai við ‘Entertainment Tonight’.
„Það var mikið átak að gæða persónuna mína lífi og því fylgdi mikil ábyrgð, þar sem um er að ræða ástkært þýskt bókmenntaverk. Það hafa margir mjög skiptar skoðanir á Hönnu Schmitz – fólk elskar hana, það fyrirlítur hana.”
Í myndinni á Schmitz m.a. í ástarsambandi við kornungan mann en Winslet, sem er 33 ára, segir ekki hafa reynst sér erfitt að leika í átaratriðum á móti hinum átján ára David Kross.
„Það var eins og að taka upp hvert annað atriði af þeirri gerð. Atriði þar sem um er að ræða nánd og nekt taka alltaf á taugarnar. Það þarf virkilega að æfa slík atriði þannig að það viti allir nákvæmlega hvað þeir eiga að gera. Það þurfti ekki mikið að passa upp á hann.”