Blur snýr aftur

Liðsmenn Blur í þá gömlu góðu.
Liðsmenn Blur í þá gömlu góðu.

Breska hljómsveitin Blur hyggst halda risastóra tónleika í Hyde Park í sumar, níu árum eftir að fjórmenningarnir komu síðast allir saman fram á sviði.

Damon Albarn, Graham Coxon, Alex James og Dave Rowntree munu taka höndum saman 3. júlí nk.

Þetta verða fyrstu tónleikar sveitarinnar frá árinu 2000, þegar Blur lék í Royal Festival Hall í London. Coxon yfirgaf félaga sína svo árið 2002.

Fram kemur á fréttavef BBC að miðasalan hefjist nk. föstudag kl. 9.

Albarn sagði í samtali við tónlistartímaritið NME að þeim hafi öllum þótt vera tímabært að þeir kæmu saman á ný. Þannig hafi þeim liðið innanbrjósts.

„Þetta er einhvernveginn eins og það sé eitthvað fyrir okkur að gera á nýjan leik, við erum ekki algjörlega gagnslausir og tilgangslausir. Við höfum ástæðu til að halda áfram að vera til,“ segir Albarn.

Tilkynnining hefur kynt undir þær vangaveltur að Blur munni einnig leika á Glastonbury-tónlistarhátíðinni á næsta ári, sem er viku fyrir tónleikana í Hyde Park.

Vefur Blur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson