Erfitt að henda reiður á kossaflensi stjörnunnar

Pamela Anderson tók vel á því á Flórída um helgina.
Pamela Anderson tók vel á því á Flórída um helgina. Reuters

Pamela Anderson tók vel á því um nýliðna helgi ef marka má slúðurdálka. Á hún að hafa kysst leikarann Stephen Dorff á Fontainebleau hótelinu í Miami á Flórída á laugardagskvöldið en þau voru par um tíma árið 2005. En síðar um kvöldið á hún aða hafa kysst þrjá aðra karlmenn á Mokai næturklúbbnum. Tekið er fram að hún hafi mætt á næturklúbbinn í fylgd Dorff.

Eitthvað virðist vefjast fyrir þeim sem skrifa um fræga fólkið hverjir mennirnir þrír eru en talið er að einn þeirra sé dragdrottningin Elaine.

En heimildamaður OK tímaritsins segir að Anderson hafi síðan bætt um betur með því að koma inn á Fontainebleau hótelið um ellefu leytið morguninn eftir, með ungum kynþokkafullum karlmanni. Ekki nóg með það heldur hafi hún verið í sömu fötum og daginn áður. Er tekið fram að hún hafi byrjað kvöldið vel með því að borða á veitingastaðnum Blade sem ku vera fínn veitingastaður. Á hún að hafa sýnt gestum og gangandi brjóst sín á staðnum.

Á sunnudeginum mætti hún á listamessuna Art Basel Miami Beach. Hafði hún greinilega skipt um föt, að minnsta kosti fækkað fötum því hún var einungis íklædd stuttermabol og nærfötum. Ekki er tekið fram hvernig nærfötin né bolurinn var í slúðurdálkunum sem bangshowbiz fréttaveitan vísar til.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar