Coldplay vísar ásökunum Satriani á bug

Hljómsveitin Coldplay.
Hljómsveitin Coldplay. Reuters

Breska hljómsveitin Coldplay vísar því alfarið á bug að hún hafi stolið lagi eftir bandaríska gítarleikarann Joe Satriani, en hann heldur því fram að lagið Viva La Vida, sem er að finna á nýjustu plötu Coldplay, byggi á stefi eftir hann.

Coldplay hefur birt yfirlýsingu á vefsíðu sinni þar sem fram kemur að Satriani hafi hvorki samið lagið né haft nokkur áhrif á það.

Satriani, sem er 52ja ára, heldur því fram að lag hljómsveitarinnar sé mjög líkt laginu If I Could Fly sem hann gaf út árið 2004. Lag Satriani er án söngs.

Gítarleikarinn hefur höfðað dómsmál í Los Angeles og krefst skaðabóta.

Coldplay er tilnefnd til sjö Grammy-verðlauna, þ.á.m. fyrir lagið Viva La Vida.

 „Með fullri mögulegri virðingu fyrir Joe Satriani, þá erum við því miður knúnir til að svara þessum ásökunum hans opinberlega,“ segir í yfirlýsingunni frá Coldplay.

Liðsmenn sveitarinnar segja að ef eitthvað sé líkt með lögunum tveimur þá sé það hrein tilviljun. Þeir biðja gítarleikarann um trúa því að þeir hafi ekki stolið laginu.

Lagið er að finna á plötunni Viva La Vida or Death and All His Friends, sem var gefin út í júní. Hún fór beint á toppinn í 36 löndum, og þá fór umrætt lag einnig beint á toppinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar