Dorothée Kirch og Markús Þór Andrésson hafa verið ráðin sem sýningarstjórar íslenska skálans á Feneyjatvíæringnum 2009. Ragnar Kjartansson verður fulltrúi Íslands á sýningunni. Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar fer með framkvæmd þátttökunnar og starfa sýningarstjórarnir náið með listamanninum og Christian Schoen, forstöðumanni Kynningarmiðstöðvarinnar og framkvæmdastjóra verkefnisins. Íslenski skálinn verður miðsvæðis í Feneyjum í nágrenni við Rialto-brúna. Markús og Dorothée hafa verið búsett í Berlín undanfarið ár og hafa mikla reynslu af störfum í hinum alþjóðlega listheimi. Þau hafa oft starfað með Ragnari áður, nýlega að sýningu í Gallery Luhring Augustine í New York.